Leggja til 50% niðurgreiðslu skólamáltíða í Dalvíkurbyggð
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að frá og með 1.janúar 2019 verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins í skólamat á grunnskólastigi 50% í stað 40% eins og nú er.