Leiguíbúðir til ungmenna afhentar í Dalvíkurbyggð

Þann 10. apríl 2019 var fyrsta skóflustungan tekin á Dalvík að leiguíbúðum fyrir ungmenni með sérúrræði við Lokastíg 3. Um er að ræða annars vegar fimm íbúða raðhús með sjálfstæðri búsetu og hins vegar tveggja íbúða hús með þjónusturými ætlað einnig fyrir skammtímavistun félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar.

Nýjir íbúar fengu afhenta lykla að íbúðunum á Lokastíg í gær. Var það stórt skref fyrir þessi ungmenni að vera komin með búsetuúrræði í sinni heimabyggð.

Enn er eftir minniháttar frágangur utanhúss og því verða íbúðirnar formlega vígðar í vor.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af nýjum íbúum við íbúðirnar sínar en í heildina voru afhentir 7 lyklar í gær.

Myndir: dalvikurbyggd.is