Lionsklúbbarnir gáfu sjúkrabörur til Skíðafélags Dalvíkur
Skíðafélagi Dalvíkur barst um daginn frábær gjöf þegar Lionsklúbbarnir Hrærekur á Árskógssandi, Sunna á Dalvík og Lionsklúbbur Dalvíkur gáfu félaginu andvirði
300.000 króna fyrir nýjum sjúkraflutningabörum.
Nýju börurnar eru sérhannaðar fyrir skíðasvæði og eru mun auðveldari í notkun en þær gömlu og geta stytt viðbragðstíma töluvert.
Frá þessu var fyrst greint á vef skidalvik.is.