dalvíkurbyggð

Litla hafmeyjan og gleðistund í kirkjunni

Föstudaginn 9. ágúst kl.16.00 sýnir leikhópurinn Lotta leikritið um litlu hafmeyjuna í kirkjubrekkunni, miðasala á staðnum. Klukkan 17.00 sama dag verður árleg gleði og Fiskidagsmessa í Dalvíkurkirkju. Séra Magnús G. Gunnarsson stýrir gleðinni, ræðumaður verður Kristján Þór Júlíusson úr Hólaveginum. Um tónlistina sjá Regína Ósk og Svenni Þór.