Lokað til Fjallabyggðar í báðar áttir
Báðar leiðir eru nú lokaðar til Fjallabyggðar vegna veðurs. Siglufjarðarvegi var lokað síðdegis í dag vegna snjóflóðahættu og Ólafsfjarðarmúli er einnig lokaður vegna snjóflóðahættu. Þæfingsfærð er í Héðinsfirði.
Á Norðurlandi víðast hvar hálka eða hálkublettir og éljagangur eða skafrenningur.