Lokahóf Dalvíkur/Reynis
Lokahóf knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis var haldið í gær eftir lokaleik liðsins gegn KF. Leikmaður ársins var valinn Kelvin Sarkorh. Efnilegasti leikmaðurinn var Sveinn Margeir Hauksson. Markahæstur var Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi skoraði 10 mörk í 16 leikjum í sumar.
Kelvin lék 18 leiki í deildinni og 2 leiki í bikar í sumar. Sveinn Margeir lék 14 leiki í deildinni og 1 leik í bikarnum í sumar.