Lokahóf Magna á Grenvík

Lokahóf Knattspyrnudeildar Magna á Grenivík var haldið fyrir tæpri viku síðan. Dominic Vose var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Markakóngur var Guðni Sigþórsson með 10 mörk í 13 leikjum. Efnilegastur var Ingólfur Birnir Þórarinsson. Magnamaður ársins var Björn Rúnar Þórðarson. Frá þessu var fyrst greint á heimasíðu Magna.

Besti leikmaður Magna tímabilið 2021
1. sæti – Dominic Vose
2. sæti – Guðni Sigþórsson
3. sæti – Hjörvar Sigurgeirsson
Efnilegastur:
Ingólfur Birnir Þórarinsson
Markakóngur:
Guðni Sigþórsson
Magnamaður ársins:
Björn Rúnar Þórðarson
Heimild og myndir:Magnigrenivik.is