dalvíkurbyggð

Lovísa Rut íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2024

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir, blakkona hjá KA hefur verið kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.

Lovísa varð Íslandsmeistari og deildarmeistari í blaki á síðasta keppnistímabili með sínu liði KA. Hún spilar miðju og spilaði flesta leiki KA á síðustu leiktíð og það sem af er þessari leiktíð. Lovísa Rut er frábær fyrirmynd í sinni íþrótt. Hún sýnir metnað og dugnað við æfingar og hefur það skilað sér inn á blakvöllinn með þessum góða árangri.

Lovísa er að vinna titillinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar í annað skiptið.