Magni og KF gerðu jafntefli
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti Magna á Grenivík í 6. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Magni hefur byrjaði mótið brösulega og voru í 10. sæti með 4 stig fyrir þennan leik á meðan KF hafði náð sér í 10 stig og deildu toppsætinu með ÍR. Tómar Veigar fyrrum leikmaður KF var í byrjunarliði Magna í þessu leik. Magni hafði fengið á sig 13 mörk en KF aðeins 4 fyrir þennan leik. Liðin mættust í tveimur vorleikjum í bikarnum og vann KF þá báða stórt.
Völlurinn var ekki í sérstöku ásigkomulagi eftir veturinn, en stúkan var nærri full af knattspyrnuáhugamönnum á þessum leik.
Það voru heimamenn sem gerðu fyrsta markið í þessum leik á 17. mínútu Jeffrey Monakana skoraði og kom Magna í 1-0. KF strákarnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu leikinn á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Þorvaldsson skoraði, staðan 1-1. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Sachem fyrir KF og kom þeim í 1-2 og þannig var staðan í hálfleik.
Leikurinn var opinn í báða enda í síðari hálfleik en Magni jafnaði leikinn á 59. mínútu og var staðan því 2-2 þegar rúmur hálftími var eftir.
KF fékk nokkur færi en Ljubomir Delic átti meðal annars tvö stangarskot, og Andi Morina brenndi af dauðafæri. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu á 87. mínútu þegar Cameron Botes togaði leikmann niður Magna í teignum. Magni skoraði úr spyrnunni og komust yfir 3-2 þegar nokkrar mínútur auk uppbótartíma voru eftir.
KF sótti stíft og Magni hreinsuðu frá eins og þeir gátu. Halldór markmaður KF fór fram í hornspyrnuum sem komu, og eftir eina slíka kom jöfnunarmark KF á 93. mínútu þegar Ljubomir Delic skoraði með skalla, staðan 3-3 þegar nokkur andartök voru eftir af leiknum.
Magni náði ekki annari sókn og dómarinn flautaði leikinn af. Lokatölur í þessum markaleik 3-3.