Markaður við Dalbæ 6. ágúst
Fimmtudaginn 6. ágúst standa íbúar og starfsfólk Dalbæjar fyrir skemmtilegum fjölskyldumarkaði á svæðinu sunnan- og vestanmegin við Dalbæ frá klukkan 13:00-16:00.
Hægt verður að finna fatnað, skrautmuni, eldhúsáhöld, handverk, sultur, bakkelsi og ýmislegt dót.
Sala á vöfflukaffi, tónlist og fjör. Posi verður ekki á staðnum.
Allur ágóði af samkomunni rennur óskiptur til Dalbæjar. Allir velkomnir að líta við.