Markaður við Dalbæ
Miðvikudaginn 7. ágúst standa íbúar og starfsfólk Dalbæjar fyrir skemmtilegum fjölskylduprúttmarkaði við Dalbæ frá kl. 13.00 – 16.00. Um er að ræða einstakan fjáröflunarviðburð, öllum til gleði og ánægju. Þar má m.a. finna fatnað, skrautmuni, eldhúsáhöld, handverk, árstíðarvörur, bækur, sultur, bakkelsi og fleira. Sala á vöfflukaffi, tónlist og fjör. Allur ágóði rennur til endurbóta á aðstöðu fyrir íbúa Dalbæjar. Ath. það er ekki posi á staðnum. Vinir og velunnarar heimilisins sem vilja gefa muni til þessa viðburðar vinsamlegast komið þeim á Dalbæ. Tekið er á móti brauði, bakkelsi og ferskum varningi á Dalbæ um hádegi, sama dag.