Markalaust á Dalvíkurvelli

Dalvík/Reynir og KFG mættust á Dalvíkurvelli í 18. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. KFG var í 4. sæti og gat með sigri blandað sér í toppbaráttuna. D/R var í 7. sæti og eru talsvert frá toppbaráttunni og ekki í hættu á að falla.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á netinu. Markalaust var í hálfleik en tveir leikmenn D/R náðu sér þó í gult spjald.

Gulu spjöldunum fjölgaði í síðari hálfleik, en gestirnir náðu sér í þrjú spjöld og heimamenn tvö til viðbótar.

Ekkert mark var heldur skorað í síðari hálfleik, og endaði leikurinn því 0-0. D/R er komnir með 25 stig og eru enn í 7. sæti deildarinnar.