Markmaður Dalvíkur/Reynis kveður liðið
John S. Connolly, Bandarískur markvörður Dalvíkur/Reynis sem kom til liðsins sl. vor, mun að öllu óbreyttu ekki spila með Dalvík/Reyni í 2. deildinni á næsta ári. John lék 18 leiki í deildinni, 2 leiki í bikar og 4 leiki í Lengjubikar. Dalvík/Reynir fékk aðeins á sig 16 mörk í deildinni í 18 leikjum, þar af aðeins 5 mörk á Dalvíkurvelli.
John stóð sig frábærlega innan vallar sem utan og setti svip sinn á liðið. Hann var m.a. valinn í lið ársins 3. deildinni, fékk á sig fæst mörk í deildinni og hélt hann markinu 9 sinnum hreinu síðasta sumar.
Hann sendi bréf til stuðningsmanna og leikmanna liðsins og sagðist ekki geta komið næsta sumar til Dalvíkur og að það væri mjög erfið ákvörðun. Hann sagðist þurfa mennta sig meira til að auka atvinnumöguleika sína í heimalandinu.
Dalviksport.is greindi fyrst frá þessu. Mynd með frétt frá dalviksport.is.