Menningarfélagið Berg auglýsir eftir umsóknum fyrir fjölbreytta matarviðburði í Bergi
Stjórn Menningarfélagsins Bergs hefur ákveðið að enginn einn aðili verði með veitingarekstur í Menningarhúsinu Bergi heldur verði opið fyrir hvern sem er að sækja um að vera með hádegismat, kaffihús, kvöldverð, barkvöld eða aðra matarviðburði. Hægt er að sækja um einn dag, helgi, viku. Einstaklingar sem sækja um aðstöðuna með það að leiðarljósi að selja þjónustu borga ekki leigu í Menningarhúsinu Bergi en greiða hins vegar 10% af veltu til Menningarfélagsins Bergs ses.
Hugmyndin er að allir hafi jafna möguleika á að láta ljós sitt skína í Menningarhúsinu Bergi. Starfandi veitingaaðilar í Dalvíkurbyggð geta einnig tekið að sér aðstöðuna og haldið stærri viðburði.
Nánari upplýsingar má finna á vef Dalvíkurbyggðar.