Minnst 23 smitaðir í hópsýkingu – Dalvíkurskóli lokaður áfram

Vegna sóttvarnarsjónarmiða í ljósi hversu margir tengjast hópsýkingu í Dalvíkurskóla verður skólinn lokaður mánudaginn 22. nóvember og þriðjudaginn 23. nóvember.

Staðan verður tekin þegar búið er að skima aftur þá sem nú eru í sóttkví og ákveðið með framhaldið.

Minnst 23 einstaklingar eru smitaðir sem tengjast skólanum, 4 fullorðnir og 19 nemendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurskóla nú í morgun.