Nemendur í Dalvíkurskóla fóru með Húna II í vettvangsferð

Nemendum 6. bekkjar Dalvíkurskóla var í síðustu viku boðið í vettvangsferð á sjó á bátnum Húna II. Hollvinir Húna II í samstarfi við Háksólann á Akureyri buðu nemendum í þessa ferð. Í ferðinni fengu nemendur að kynnast sjávarútveginum, lífríki sjávar, ásamt fræðslu um bátinn. Renndu nemendur fyrir fiski og var gert að honum með tilheyrandi fróðleik um hvað fiskarnir höfðu étið, hvernig ætti að finna út aldur fisksins og fleira. Skipstjórinn var heimsóttur og fræddi nemendur um stjórnun og siglingatæki Húna.  Í lok ferðar var aflinn grillaður og smakkaður.

Þetta kemur fram á vef Dalvíkurskóla.