Ófært til Fjallabyggðar
Ófært hefur verið til Fjallabyggðar í dag. Ófært er um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúli er lokaður. Vegurinn um Lágheiði er einnig ófær. Snjóþekja og skafrenningur er á milli Dalvíkur og Akureyrar.
Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á vegum og hríðarveður víða á Norðurlandi. Lokað er á Þverárfjalli, Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarði og ófært og stórhríð í Almenningum.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.