Ólafsfjarðarmúli aftur opinn
Ólafsfjarðarmúli er aftur opinn, en áfram er óvissustig og gæti vegurinn lokast með skömmum fyrirvara.
Siglufjarðarvegur er ófær fyrir utan Ketilás og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu.
Vegurinn um Þverárfjall er lokaður og ekki líklegt að verði hægt að opna í dag.
Þeir sem eru á ferðinni er beðnir um að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum.