Ólafsfjarðarmúli lokaður vegna snjóflóðs – óvissustig á Siglufjarðarvegi

 Vegurinn um ÓIafsfjarðarmúla, á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll þar yfir veginn. Voru það starfsmenn frá Vegagerðinni sem komu að því nú um kvöldmatarleitið.
Vegurinn verður lokaður a.m.k. þar í birtingu á morgun, þriðjudag, en þá verða aðstæður metnar og ákvörðun tekin um framhaldið.
Þá er óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu samkvæmt upplýsingum á korti Vegagerðarinnar.