Opið hús hjá Slökkviliði Dalvíkur

Alla sunnudagsmorgna kemur slökkvilið Dalvíkur saman á slökkvistöðinni við Gunnarsbraut til æfinga og yfirferðar á búnaði.

Næstkomandi sunnudag, 2. desember milli kl. 10:00 og 12:00 er fyrirhugað að hafa opna stöð og bjóða áhugasömum að líta inn og kynna sér starfsemi og búnað liðsins. Sérstaklega er fólk hvatt til að líta við sem hefur áhuga á að starfa í liðinu.

Frá þessu er greint á vef Dalvíkurbyggðar.