Opið til Fjallabyggðar
Búið er að opna fyrir Siglufjarðarveg og hreinsa Ólafsfjarðarmúla, en báðar leiðir voru lokaðar í gær. Mikið hreinsunarstarf þurfti til að opna fyrir Ólafsfjarðarmúla, en þar hafði safnast mikið af snjó. Hálka, hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur eru á flestum leiðum á Norðurlandi og þeir sem eru á ferðinni ættu að skoða vel kortin hjá Vegagerðinni og fylgjast með veðurspám.
Guðmundur Ingi Bjarnason var í Ólafsfjarðarmúla í morgun og tók þessar myndir með fréttinni.