Öskudagurinn hjá Dalvíkurskóla

Tilkynning frá Dalvíkurskóla:

Öskudagurinn miðvikudaginn 17. febrúar verður með sama sniði og undanfarin ár; nemendur skólans fara með sínum bekk og starfsfólki út í bæ að syngja og vonandi verður vel tekið á móti krökkunum eins og alltaf. Í lok skóladags verður kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsi.