dalvíkurbyggðFjallabyggð

Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga

Nú hefur stytt upp á Tröllaskaga og dagurinn í dag verið notaður til skoðunar að hálfu Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar hvað varðar aurskriður og afleiðingar allrar þessarar úrkomu sem verið hefur síðustu daga.
Margar litlar spíur hafa fallið í hlíðum á Tröllaskaga en ekki valdið tjóni né slysum svo vitað sé.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur því óskað eftir að óvissustigi sem lýst var yfir á Tröllaskaga síðastliðinn föstudag verði aflétt.
Áfram verður þó fylgst vel með framvindu mála og þá verður Siglufjarðarvegur frá Siglufirði að Ketilási áfram lokaður.
Vegagerðin er að vinna að því að hreinsa veginn og gera á honum þær lagfæringar sem þarf að gera áður en hann verður opnaður.