dalvíkurbyggð

Páskadagskráin í Dalvíkurbyggð

Fjölbreytt páskadagskrá er í Dalvíkurbyggð um páskana og einnig er spáð ágætis veðri.

Íþróttamiðstöðin verður opin alla páskana frá kl. 10.00-18.00 og því um að gera að púla vel í ræktinni eða flatmaga í sundi.
Vonir standa til að skíðasvæðið verði opið a.m.k. á milli kl. 10-14 frá fimmtud.-sunnud.  á meðan snjóalög leyfa.

Á föstudaginn langa:
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 13.00-03.00. Hljómsveitin ´85 með Bowie tónleika kl. 21.30. Aðgangseyrir 3.500 kr.      Veitingastaðurinn Norður opinn frá 18.00-21+                                       Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá kl. 18.00-22.00.

Opið í sjóböðin á Hauganesi og Baccalá-bar frá kl. 12.00 og frameftir kvöldi.

Laugardaginn 20. apríl
Opið á Bókasafninu á milli kl. 13.00-16.00
Bíó í Bergi kl. 15.00 þar sem jafnvel má búast við ‚‚páskafígúrunni‘‘ í heimsókn. Barna-og fjölskyldumynd. Aðgangseyrir 500 kr.
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 12.00-03.00. Tónleikar – Gyða og háskaeggin kl. 22.00. Frítt inn.
Veitingastaðurinn Norður opinn frá kl. 18.00-21+
Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá 18.00-22.00
Bjórböðin á Árskógssandi opin frá kl. 11.00-23.00, síðasti tími í bjórbað er kl. 20.00.
Opið í sjóböðin á Hauganesi og á veitingastaðnum Baccalá-bar frá kl. 12.00 og frameftir kvöldi.

Páskadagur
Kaffihús Bakkabræðra opið frá kl. 13.00-01.00 a.m.k.
Veitingastaðurinn Gregor‘s opinn frá 18.00-22.00
Opið í sjóböðin á Hauganesi og á veitingastaðnum Baccalá-bar frá kl. 12.00 og frameftir kvöldi.

Texti: dalvikurbyggd.is