Reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 tekur breytingum

Í samræmi við reglur heilbrigðisyfirvalda hefur reglugerð nr. 650/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi verið breytt á þann veg að bólusettir farþegar og farþegar sem hafa fengið COVID-19 sýkingu þurfa jafnframt að sýna fram á neikvæða niðurstöðu Covid prófs áður en farið er um borð í loftfar. Hvort heldur sem er PCR-próf eða antigen hraðpróf, sem ekki eru eldri en 72 klst.

Geti farþegi ekki framvísað tilskildum vottorðum eða staðfestingu ber að synja farþega um flutning. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara.

Óbreyttar reglur gilda um farþega sem eru óbólusettir og farþega sem ekki hafa fengið COVID-19 sýkingu. Þeir þurfa að sýna neikvætt PCR-próf sem ekki er eldra en 72 klst. Antigen hraðpróf er ekki tekið gilt frá þessum farþegum.

Reglugerð nr. 650/2001 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi.
Reglugerð nr. 880/2021 um breytingu á reglugerð nr. 650/2001 með gildistöku frá 27. júlí 2021.