dalvíkurbyggð

Rúnar Jóhannesson sýnir í Bergi

Myndlistarsýning Rúnars Jóhannessonar í Menningarhúsinu Berg opnar 12. október kl.14:00 og stendur til 31. október.  Rúnar útskrifaðist með sveinspróf í gull og silfursmíði 2013 en lærði myndlist í myndlistarskóla Akureyrar og í Lorenzo de´Medici art academy í Flórens á ítalíu árin 1999-2002.

Listamaðurinn hefur einbeitt sér að gull- og silfursmíði undanfarin ár en “Fiskur um hrygg” er fyrsta málverkasýning Rúnars eftir tólf ára hlé.

Nafn sýningarinnar er tvöföld skírskotun; Annars vegar þegar kemur að vexti listamannsins eftir að hafa sest að á Dalvík og stofnað fjölskyldu og hins vegar sú staðreynd að fiskur hefur orðið mikilvægur hluti af tilverunni, en Rúnar hefur starfað við uppskipun hjá Valeska í aukavinnu síðan 2016.

Á sýningunni gefur að líta olíumálverk af ýmsum algengum fisktegundum sem veiðast við Íslandsstrendur.

Mynd frá Menningarhúsið Berg.