Sævar Þór frá KF til Dalvíkur/Reynis
Enn berast tíðindi af leikmannamálum hjá Dalvík/Reyni. Sóknarmaðurinn Sævar Þór Fylkisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Dalvík/Reyni. Sævar er fæddur árið 2000, en hann lék upp yngri flokkana hjá Þór á Akureyri en hefur spilað með meistaraflokki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar síðan 2017. Hann hefur spilað 144 leiki í meistaraflokki og skorað 24 mörk.
Það er ekki algengt að leikmenn þessara liða geri félagskipti í aðra áttina, en þó eru örfá dæmi til.