dalvíkurbyggð

Samfylkingin býður íbúum Dalvíkurbyggðar til fundar

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, bjóða íbúum Dalvíkurbyggðar til opins fundar í Mímisbrunni kl. 13:00 í dag, laugardaginn 23. nóvember.
Á fundinum verður farið yfir hin þrjú áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar:
  •  Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum
  •  Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum
  •  Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum
Önnur málefni verða einnig opin til umræðu.
Í kjölfarið verður íbúum boðið að spyrja frambjóðendurna ásamt Kristrúnu spurninga.