Samherjasjóðurinn styrkir kaup á snjótroðara í Kjarnaskógi

Samherjasjóðurinn hefur styrkt söfnun Skógræktarfélags Eyfirðinga á nýjum snjótroðara, sem ætlað er að þjónusta útivistarfólk sem heimsækir Kjarnaskóg við Akureyri.

Samherjasjóðurinn leggur til 3.000.000 krónur í söfnunina en auk þess mun sjóðurinn styrkja daglegan rekstur troðarans með 1.000.000  króna fjárframlagi.

Nýi troðarinn kostar um 35 milljónir króna og gerir aðkoma Samherjasjóðsins það að verkum að söfnunin telst vera langt komin.

Framkvæmdastjóri Skógtæktarfélags Eyfirðinga segir von á nýja snjótroðaranum fljótlega á nýju ári.

Núverandi snjótroðari Skógræktarfélags Eyfirðinga er kominn vel til ára sinna og annar illa hlutverki sínu. Því var ákveðið að efna til söfnunar á nýjum troðara, sem er vel útbúinn á allan hátt og getur því sinnt betur gestum Kjarnaskógar og því litríka og vaxandi útivistarlífi sem þeir stunda í skóginum árið um kring.

Frá þessu var greint á vef samherja.is.