Samstarf Skíðafélags Dalvíkur og grunnskólans

Skíðafélag Dalvíkurbyggðar og Grunnskóli Dalvíkurbyggðar vinna nú að samstarfsverkefni sem kallast “1. bekkur á skíði”, en þá koma nemendur úr fyrsta bekk í leikfimistímanum á skíði ásamt kennurum sínum. Skíðafélag Dalvíkur lánar búnað fyrir þá sem ekki eiga, og aðstoð við kennslu.

Í vikunni var einnig mikið líf og fjör í Böggvisstaðafjalli en Dalvíkurskóli hélt nýlega útivistardaga fyrir miðstig og elsta stig skólans.

Myndir frá Skíðafélagi Dalvíkur, skidalvik.is