Sendiherra Bretlands fastur á Siglufirði
Michael Nevin Sendiherra Bretlands á Íslandi og starfsmenn sendiráðsins eru nú veðurtepptir á Siglufirði, en þeir áttu að halda fund á Akureyri nú í kvöld, sem hefur verið aflýst. Sendiherrann og starfsmenn sendiráðsins gista nú á Sigló hótel og eru þar í góðu yfirlæti þar til Siglufjarðarvegur eða Ólafsfjarðarvegur opna. Frá þessu var greint á vef sendiráðsins á facebook.