Siglfirsku Ástarpungarnir í sjónvarpsviðtali

Félagar úr siglfirsku hljómsveitinni Ástarpungunum voru í viðtali á N4 í Föstudagsþættinum í vikunni. Þeir ræddu um tækifærin á Siglufirði og framtíðina. Þeir greindu einnig frá hvernig nafn hljómsveitarinnar er tilkomið. Þeir ræddu um tónlistarlífið í Fjallabyggð og fleira. Hljómsveitin endaði þáttinn á að syngja lag til að hita upp fyrir tónleikana sem þeir héldu á laugardagskvöld á N4.

Strákarnir hafa verið í Menntaskólanum á Tröllaskaga og Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.