Sjómannadagshelgin haldin í Ólafsfirði dagana 4.-6. júní

Sjómannadagshelgin verður haldin í Ólafsfirði dagana 4.-6. júní.  Hátíðarhöldin munu fara fram með breyttu sniði í takt við allar gildandi sóttvarnarreglur og fjöldatakmarkanir sem í gildi verða. Takmarkaður fjöldi miða verður því í boði á hátíðina. Frábær dagskrá verður alla helgina og munu allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Á föstudeginum sendir FM95Blö út þáttinn sinn beint frá Ólafsfirði og einnig verður Leirdúfuskotmót sjómanna á skotsvæði Skotfélags Ólafsfjarðar.

Á Laugardeginum verður þétt dagskrá allan daginn sem hefst með dorgveiðikeppni við höfnina. Í hádeginu verður kappróður og viðtekur kraftakeppni þar sem keppt verður um Alfreðsstöngina. KF mætir Þrótti Vogum þá leika Sjómenn-Landmenn þar á eftir. Ingó veðurguð stjórnar svo brekkusöng við Tjarnarborg um kvöldið.

Á Sjómannadaginn sjálfan, sunnudaginn 6. júní verður skrúðganga og Hátíðarmessa. Eftir hádegið verður fjölskylduskemmtun í Tjarnarborg með Ingó veðurguð, Pétri Jóhann, Ara Eldjárn og Audda og Steinda.

Árshátíð sjómanna fer fram á sunnudagskvöldið og kostar miðinn aðeins 7500 kr. Miðapantanir eru á netfanginu sjoarinn@simnet.is. Panta þarf miða fyrir miðnætti 2. júní nk.