dalvíkurbyggð

Skíðafélag Dalvíkur býður uppá þrekæfingar fyrir unglinga

Fjölbreyttar og skemmtilegar þrekæfingar á vegum Skíðafélags Dalvíkur eru hafnar og standa til 12. desember.  Æfingarnar eru í boði fyrir alla unglinga 7. -10. bekkjar sem vilja koma sér í form og eru þær óháðar annarri íþróttaiðkun.  Á mánudögum eru útiæfingar frá kl. 17:30-18:30 og á miðvikudögum verður æft í íþróttahúsinu frá kl. 18:00-19:00. Þjálfari er Sveinn Torfason.

Skráning fer fram í gegnum æskuræktina og er æfingagjald 12.000 fyrir tímabilið.

Allar nánari upplýsingar gefur Sveinn Torfason í síma 861-6907.