dalvíkurbyggð

Skoða opnun á rafhjólaleigu í Fjallabyggð

Fyrirtækið Hopp Mobility sem er fyrsta rafskútuleigan á Íslandi er að skoða að opna rafhjólaleigu í Fjallabyggð. Fyrirtækið hefur óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til að setja upp útleigu á rafhlaupahjólum í Fjallabyggð. Hopp hyggst koma með 25 hjól en ætlar sér aðallega að vera með þau á Siglufirði, en mögulega líka í Ólafsfirði. Fjallabyggð hyggst þó ekki gera sérstakan þjónustusamning við fyrirtækið eins og óskað var eftir, en tekur að öðru leiti jákvætt í þeirra erindi.

Fjölmargar slíkar leigur eru nú staðsettar á Höfuðborgarsvæðinu og varla sú gata sem ekki er með eitt slíkt hjól sem bíður eftir næstu útleigu. Það sem helst vantar í Reykjavík eru ákveðin svæði þar sem skilja má þessi hjól eftir því þau taka ákveðið pláss og er oft hreinlega fyrir þeim sem eru að nota gangstéttar fyrir hjólreiðar, göngur og annað.

Á heimasíðu Hopp má lesa að leigan kostar fyrst 100 kr. að opna hjólið og svo 30 kr. hver mínúta. 10 mínútna ferð myndi þá kosta 400 kr.