Skólasetning Dalvíkurskóla

Fimmtudaginn 23. ágúst verður Dalvíkurskóli settur eftir sumarfrí. Allir nemendur mæta í skólann kl 8:00 þann dag, nema fyrsti bekkur sem fær póst á næstu dögum með upplýsingum um skólabyrjun hjá þeim.  Nemendur fá afhenta stundaskrá og verður kennsla samkvæmt henni þennan dag.  Sæplast gefur fyrstu bekkingum skólatösku eins og undanfarin ár og Dalvíkurbyggð leggur nemendum til námsgögn; bækur og skriffæri.

Skólasetning verður á sal á eftirfarandi tímum:

  • Kl. 8:00       2. – 4. bekkur
  • Kl. 8:30       5. – 6. bekkur
  • Kl. 9:00       7. – 10. bekkur

Ljósmynd með frétt: Gísli Rúnar Gylfason.