dalvíkurbyggð

Skólastjóri Árskógarskóla segir upp störfum

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar hefur tilkynnt um uppsögn Jónínu Garðarsdóttir, skólastjóra Árskógarskóla og Fjólu Daggar Gunnarsdóttir, kennsluráðgjafa á fræðslusviði. Uppsagnir þeirra beggja taka gildi frá og með 31. júlí 2019.
Lagt hefur verið til að störfin verði auglýst sem fyrst. Þetta kemur fram í fundargerð Fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar.