Fjallabyggð

Snjóflóð féll á Ólafsfjarðarveg

Ólafsfjarðarmúli er aftur lokaður vegna snjóflóðs sem féll á veginn síðdegis í dag. Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi. Siglufjarðarvegur er enn lokaður og ófær. Þá er vegurinn um Víkurskarð lokaður og einnig um Þverárfjall.