Sóknarnefnd telur nýja lóð of nálægt kirkjugarðinum
Sóknarnefnd Dalvíkursóknar telur að fyrirhuguð þétting byggðar ofan við kirkjugarðinn á Dalvík sé óásættanleg, þar sem sóknarnefndin sér fram á að stækkun garðsins í þessa átt og það sé mikill fengur að þurfa ekki að fara lengra með greftunarsvæði. Í tillögu að nýju deiliskipulagi Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir lóð fyrir parhús ofan við kirkjugarðinn og norðan Hringtúns. Sóknarnefnd Dalvíkursóknar hefur óskað eftir að þeirra athugasemd verði tekin til greina varðandi skipulagið ofan við kirkjugarðinn.

,