dalvíkurbyggð

Staða íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á tímum Covid19

Á árlegum fundi með íþróttafélögum og íþrótta- og æskulýðsráði Dalvíkurbyggðar þann 1. september sl. var rædd fjárhagsstaða íþróttafélagana. Var það sameiginleg niðurstaða að þau félög sem töldu sig þurfa aukið fjármagn til að bregðast við ástandinu myndu senda inn erindi til sveitarfélagsins um slíkt fyrir 1. október.

Óskir félaga eru eftirfarandi:
Skíðafélag Dalvíkur: 6.000.000.-
Sundfélagið Rán: 380.000
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS: 600.000
Blakfélagið Rimar: 486.000
Meistaraflokkur Dalvík/Reynir: óskar eftir umræðu um starfsmann

„Uppi eru hugmyndir milli Barna- og unglingaráðs og Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis um að ráða inn starfsmann í nýtt starf fyrir félagið. Starfsmaður sem myndi sinna yfirþjálfun barna og unglinga, framkvæmdastjórahlutverki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum fyrir félagið í heild. Fordæmi fyrir slíkum störfum má finna hjá nokkrum félögum í okkar stærðarflokki en búið er að lista upp grófa starfslýsingu á slíku starfi.“

Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur fundað um málið og hefur óskað eftir  ársreikningum eða áætlunum ofangreindra félaga áður en ákvörðun verður tekin.