Stafræn haustsýning Menntaskólans á Tröllaskaga
Haustsýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga er með óhefðbundnu sniði í ár vegna aðstæðna í samfélaginu. Sýningin þetta árið er á stafrænu formi.
Sýningin endurspeglar vel einkunnarorð skólans: Frumkvæði – Sköpun – Áræði. Hún er á vefnum Artsteps sem er stafrænt sýningarrrými. Þar má sjá verk úr myndlistaráföngum og ljósmyndaáföngum, íslensku og heimspeki. Sýningin endurspeglar vel kraftmikið og skapandi starf á önninni.
Sýningarstjóri er Bergþór Morthens, myndlistarkennari. Aðstoðarmaður hans við uppsetninguna var Gísli Kristinsson, kerfisstjóri.
Heimild: mtr.is