dalvíkurbyggðFjallabyggð

Stórt flekahlaup fór yfir Ólafsfjarðarveg

Ólafsfjarðarvegur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er nú lokaður vegna stórs flekahlaups sem fór yfir veginn.  Snjóflekinn fór yfir snjóvarnir fyrir ofan veginn og fyllti þar í holuna og flaut svo yfir. Flóðið er sagt vera 20 metra breitt og 2 metra hátt á veginum. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.