Fjallabyggð

Strákagöng malbikuð

Strákagöng við Siglufjörð voru lokuð í gærkvöldi og í nótt  vegna malbikunar. Framkvæmdum lauk snemma í morgun og eru göngin aftur opin. Vegagerðin opnaði Lágheiðina í gær til að hafa sem hjáleið, en þar eru hálkublettir og mjög blautur vegur.