Strandblak barna- og unglinga hefjast á Dalvík

Barna- og unglingablaksæfingar í strandblaki byrja í dag á Dalvík, fimmtudaginn 3. júní kl.17:30-18:30. Þessar æfingar eru fyrir öll börn og unglinga á grunnskólaaldri. Það er engin skráning og engin kostnaður.
Kennari verður Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir ásamt öðrum aðstoðarmönnum frá Blakfélaginu Rimum.
Sennilega verða fastar æfingar á fimmtudögum til að byrja með a.m.k. með fyrirvara um veðurspá og annað óvænt. Hópunum verður getu- og aldursskipt.