dalvíkurbyggð

Styrkja vallarframkvæmdir á Dalvík

Heimamenn og fyrirtæki í Dalvíkurbyggð hafa stutt vel við vallarframkvæmdir sem standa nú yfir á Dalvík. Heimamenn bíða spenntir eftir að gervigrasið verði tilbúið og munu aðstæður til knattspyrnuæfinga árið um kring batna mikið.

Armar Vinnulyftur ehf. frá Hafnarfirði veitti á dögunum veglegan styrk til knattspyrnudeildar Dalvíkur.  Armar Vinnulyftur ehf. sköffuðu ýmsar vörur og varning sem þurfti til framkvæmda á Dalvíkurvelli og styðja þeir þannig við uppbygginguna í Dalvíkurbyggð. Dalvíksport.is greindi fyrst frá þessu.

Heimild og mynd: dalviksport.is