Sundlaugin á Dalvík lokar vegna framkvæmda í maí
Vegna viðhalds á sundlaugarsvæði mun sundlaugin á Dalvík verða lokuð frá 3. maí út mánuðinn. Veðurfar mun stýra verktíma, og því er aðeins hægt að áætla lokunartíma.
Húsið verður opið að öðru leiti á meðan framkvæmdum stendur.
Þetta kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar.