Svavar Örn Íþróttamaður Hrings 2018

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings var haldin á veitingahúsinu Norður í gær á Dalvík.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:

  • Íþróttamaður Hrings 2018 er Svavar Örn Hreiðarsson
  • Knapi ársins er Steinunn Birta Ólafsdóttir
  • Hringsfélagi ársins er  Dagbjört Ásgeirsdóttir
  • Handhafar Gullpálma Hrings 2018: Hjörleifur og Svavar fyrir leik, leikstjórn og myndatöku, Ólöf fyrir klippingu
Myndir: Hestamannafélagið Hringur