Norðurland

Sveinfríður Sigurpálsdóttir fyrsti íbúinn á Norðurlandi í bólusetningu

Sveinfríður Sigurpálsdóttir var fyrsti íbúinn á Norðurlandi til að fá bólusetningu við kórónuveirunni. Sveinfríður hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi frá árinu 1973. Sveinfríður tók bólusetningunni vel og kenndi sér einskis meins.

Frá þessu var fyrst greint á vef hsn.is.

Mynd: hsn.is