Tafir á enduropnun sundlaugarinnar í Ólafsfirði

Enn eru tafir á opnun sundlaugarinnar í Ólafsfirði, þar sem tafir hafa orðið á afhendingu efnis vegna endurnýjunar búningsklefa í lauginni. Til stóð að opna í byrjun júní en ekki síðar en 20. júni, en ljóst er að enn verða frekari tafir á opnun.

Stefnt er að því að opna laugina eins fljótt og aðstæður leyfa og verður það auglýst sérstaklega.

Gestum laugarinnar er bent á sundlaugina á Dalvík á meðan lokun stendur.