Þorgrímur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðuausturkjördæmi

Ég heiti Þorgrímur Sigmundsson, er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi og skipa 3. sæti.

Ég legg áherslu á eftirfarandi atriði:

 • Ný nálgun í byggðamálum þar sem jákvæðir skattalegir hvatar verða nýttir til frekari uppbyggingar á landsbyggðinni sem hefur átt undir högg að sækja hjá núverandi ríkisstjórn
 • Jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar um land allt verði tryggt og átak verði gert í flutningskerfi raforku.
  Innanlandsflug verði eflt og það skilgreint sem almenningsamgöngur.
 • Áætlanir um stofnun hálendisþjóðgarðs verði stöðvaðar og ferðafrelsi þjóðarinnar verði tryggt.
  Staðinn verði vörður um íslenskan landbúnað í samkeppni við innflutta vöru af meiri festu en gert hefur verið.
 • Endurmeta þarf EES samninginn. Kosti og galla.
 • Lækka þarf sérstaklega álögur á minni fyrirtæki m.a. með endurskoðun á skattkerfinu
  Minnka þarf báknið og draga úr íþyngjandi og hamlandi regluverki.
 • Afnema skal skerðingar lífeyris eldri borgara vegna annara tekna.
 • Stórauka þarf framkvæmdir í samgöngumálum og horfa til nýrra lausna í þeim málaflokki s.s. aukna áherslu á for-unnar lausnir.
 • Auðlindir verði betur skilgreindar svo ljóst sé hverjir standa undir gjaldinu.
 • Komið verði böndum á jarðasöfnun auðmanna.
 • Að lög um tengda aðila verði skerpt.
 • Komið verði í veg fyrir að orkupakka 4 verði þröngvað uppá Íslendinga.
 • Að byggt verði nýtt þjóðarsjúkrahús á nýjum stað.

Fyrir þessu vil ég berjast og óska eftir stuðningi þínum í kosningunum 25. september.